TK vs hnff

25 Aug 2014 by Gudmundur Haukur

Hér er stutt leikskýrsla um leik TK á móti hnff.

Liðsmenn TK mættu í fyrra laginu og var greinilegt að það var rífandi stemning í hópnum. Í hópnum var einn útlendingur á “trial” þar sem eitthvað var fátt um skiptimenn.

Leikurinn byrjaði af krafti og var ljóst að leikmenn TK voru mun betri á flestum sviðum fótboltans. Í fyrri hálfleik sendi kom falleg sending frá vinstri kanti inn fyrir vörnina þar sem varnarmaður hnff misreiknaði boltann svakalega og komst Gummi á auðan sjó og náði að senda boltann í mark og staðan 1-0. Bjarki líklegast með assist.

Staðan í hálfleik var 1-0 og ótrúlegt að TK hafi ekki bætt við mörkum í fyrri, til að mynda þegar Jón Þórir náði að púlla Kanu á sínum tíma og koma boltanum yfir markið af stuttu færi. Halda verður því til haga að markmaður hnff klæddist einhverjum markmanns-heilgalla, og derhúfu. Höfðu leikmenn TK orð á því að Smári ætti að panta sér einn slíkan sem fyrst.

Seinni hálfleikur fer seint í sögubækurnar nema fyrir þær sakir að dómarinn var á áður óþekktum eiturlyfjum. Ítrekað gaf hann ekki aukaspyrnur né víti þegar það átti við og fóru leikmenn TK að láta það á sig fá, réttilega. Steinar var oftar en ekki fórnarlambið í þessum leik fyrir utan eina tæklingu sem Halldór Ingi fékk á sig þegar leikmaður hnff gerði heiðarlega tilraun til að ökklabrjóta okkar mann.
Að lokum þá komust leikmenn TK 2 á móti 1 varnarmanni nokkuð oft og náði Steinar að nýta tækifærið og skoraði fallegt mark eftir fallegt uppspil.

Lokatölur 2-0 í þægilegum sigri TK og ljóst að TK ætlar sér stóra hluti á Klakamótinu í næsta mánuði.