1. Leikskýrsla

16 May 2014 by Daniel Kristinsson

Það er búið að ljúga að mér að fyrsti markaskorari sjái um að skrifa pistil hverrar umferðar og ég mun að sjálfsögðu standa þá plikt.

Leikmenn komu nokkuð kokhraustir til leiks og greinilegt að mikill spenningur var fyrir fyrsta leik tímabilsins. Skortur á varnarmönnum olli Tungum Kniv ekki miklu hugarangri enda hugðust við nýta okkur lítalaust leikskipulag Liverpool og skora einfaldlega meira en andstæðingurinn. Enginn var þó kokhraustari en fyrirliðinn/þjálfarinn/liðstjórinn Björn Þór og skilaboðin fyrir leikinn voru skýr ,,gefið á Björn og Björn skorar”.

Fyrstu mínútur leiksins voru nokkuð rólegar fyrir utan glannalega sólatæklingu Steinars á hinum mið-austurlenska Patrick Viera sem hafði stjórnað spili þeirra Accord manna með nokkuri festu en hann náði sér aldrei á strik eftir tæklingu. Tæklingin kveikti greinilega í leikmönnum Tungs en eftir þetta tók við besti kafli okkar í leiknum og sáust á tíðum nokkuð laglegir spilakaflar þar sem Daði stjórnaði mönnum af mikilli röggsemi fremst á vellinum. Það var svo um miðbik hálfleiksins þegar Bjarki fékk boltann á hættulegum stað og sendi hann í gegnum vörnina þar sem Daníel hafði stungið Belgíska Eurovision söngvarann af í vörninni og lagði boltann í netið.

Seinni hálfleikur var ekki nema nokkura mínútu gamall þegar ógæfan dundi yfir, en þá slapp snaggaralegur kantmaður Accord í gegn og setti boltann snyrtilega framhjá Atla í markinu sem var þó ansi nálægt boltanum. Leikurinn var í járnum eftir markið og bæði lið fengu tækifæri til að jafna leikinn og Atla varði meðal annars nokkrum sinnum vel frá sprækum framherjum Accord. Til allrar hamingju kom hið mikilvæga þriðja mark frá okkur og þar var á ferð Gumbó aka Gaukur sem tók laglega á móti fyrirgjöf af kantinum og átti hnitmiðað skot í fjærhornið framhjá markmanni Accord, 2-1. Síðustu mínútur leiksins einkenndust af séríslensku afbrigði af sambabolta sem fólst einna helst í því að komast að því hversu langt væri í raun hægt að sparka boltanum frá markinu. Mönnum var því létt þegar yfirferðamikill dómari leiksins flautaði leikinn af og þrjú stig kominn í hús. Góður fyrsti sigur í höfn og samkvæmt mér fróðari mönnum þá tók það lungan úr árinu að ná í fyrsta sigur síðasta tímabils svo að þetta ætti að gefa góð fyrirheit fyrir framhaldið.

ÞESSI KNÍVUR Á AÐ VERA TUNGUR!