Tap á móti toppliðinu
7 Jun 2014 by Halldor Ingi
Þar sem ég skoraði fyrsta markið í fyrsta tapleiknum verð ég víst að koma með hin óumflýgjanlega pistil um tapleikinn.
Allt leit frábærlega út í byrjun leiks enda 4 fyrrum leikmenn úr stórveldinu í nafla alheimsins sem byrjuðu inná.
Tungur sóttu mikið til að byrja með og Alfa strákarnir litu alls ekki vel út en þrátt fyrir yfirburði Tungs fór boltinn ekki inn og Alfa komust yfir eftir eitthvað klafs 0-1 og svo stuttu seinna náðu þeir á ótrúlegann hátt að skora aftur og staðan orðin 0-2.
Tungur sótti og sótti og ekkert gekk upp fyrr en fyrsta Víkings markið kom í leikinn en það skoraði undirritaður, 1-2.. Stuttu síðar fékk Jón Þórir boltann og gaf hann mjög óeigingjarnt frá sér þar sem Gummi H. skoraði seinna Víkingsmark Tungs og staðan orðin 2-2.
Þannig stóðu leikar í hálfleik og Steinar “halti” hélt ræðu yfir mönnum í hálfleik, en hann stóð sig eins og hetja í að stappa í mönnum stálinu þar sem meiðslin héldu honum á hliðar línunni.
Tungur byrjaði seinni hálfleikinn betur og við áttum 3-15 tækifæri til að komast yfir en spítukarlinn í marki alfa varði allt sem kom á hann.
Alfa menn nýttu það komust yfir 2-3, sem entist þó ekki lengi þar sem stoðsendinga maðurinn úr öðru marki Tungs ákvað bara að jafna leikinn og skoraði þriðja Víkings markið sem því miður reyndist síðasta mark Tungs. En Alfa strákarnir skoruðu einhver fáránleg mörk með öxlinni og guð má vita hvað.
Í stöðunni 3-5 vann undirritaður horn á það sem sumir segja vafa samann hátt og fékk í kjölfarið ögrandi viðbröð frá leikmanni Alfa sem náði samt ekki að vinna skalla einvígi við minnsta manninn á vellinum sem smettaði boltann útaf og þá flautaði dómarinn leikinn af enda sá hann fram á blóðsúthellingar ef hann héldi áfram leik.
Dómari leiksins fær lastið að þessu sinni fyrir að gefa cpt. Bjössa ekki víti í fyrri hálfleik eða þá að dæma á hann hendi